STARF

Sjúkraliði

Starf sjúkraliða felur í sér eftirlit og umönnun einstaklinga og fjölskyldna á heilbrigðisstofnunum eða heimilum. Starfið er fjölbreytt, allt frá því að veita stuðning og hvatningu við athafnir daglegs lífs til þess að hjúkra mikið veikum einstaklingum á sérhæfðum deildum. Sjúkraliði er lögverndað starfsheiti.

Í starfi sjúkraliða eru algengir vinnustaðir sjúkrahús, hjúkrunarheimili, heilsugæslustöðvar eða aðrar heilbrigðisstofnanir. Sem sjúkraliði tekurðu þátt í þverfaglegri teymisvinnu um hjúkrun og meðferð, átt samskipti við ólíka einstaklinga undir ýmsum kringumstæðum og þarft að geta metið líkamlegt, andlegt og félagslegt ástand einstaklinga og fjölskyldna í samráði við hjúkrunarfræðinga, lækna og annað heilbrigðisstarfsfólk.

Helstu verkefni
  • aðstoða og leiðbeina sjúklingum við athafnir daglegs lífs og endurhæfingu
  • hafa eftirlit með og fyrirbyggja fylgikvilla rúmlegu
  • umsjón með umönnun tiltekinna sjúklinga
  • leiðbeina aðstoðarfólki við aðhlynningu
  • fræðsla um bata, heilsueflingu og úrræði í heilbrigðiskerfinu
Hæfnikröfur

Sjúkraliðar þurfa að búa yfir þekkingu á hjúkrunar- og umönnunarstörfum og geta rökstutt þá meðferð sem framfylgt er hverju sinni. Ástand skjólstæðinga er metið í samvinnu við annað heilbrigðisstarfsfólk og því mikilvægt að geta átt samskipti við ólíka einstaklinga með ólíkar þarfir og tekið þátt í þverfaglegu samstarfi á vinnustað. Mikilvægt er að búa yfir tölvukunnáttu vegna skráningar og varðveislu upplýsinga og vera fær um að veita skyndihjálp ef slys eða óhapp ber að höndum.

Sjúkraliðafélag Íslands

Námið

Meðalnámstími í sjúkraliðanámi er um þrjú ár að meðtöldu níu vikna verknámi og sextán vikna starfsþjálfun á heilbrigðisstofnun. Námsbrautin hefur verið í boði við Fjölbrautaskólann við ÁrmúlaFjölbrautaskólann í Breiðholti, Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra, Fjölbrautaskóla Suðurlands, Fjölbrautaskóla SuðurnesjaFjölbrautaskóla Vesturlands, Framhaldsskólann í Vestmannaeyjum, Menntaskólann á Ísafirði, Verkmenntaskóla Austurlands og Verkmenntaskólann á Akureyri.

Sjúkraliðabrú kann einnig að vera í boði, ætluð þeim sem hafa starfsreynslu eða fyrra nám til að byggja á.

Sjúkraliðanám
Ekki fyrir þig?

Skoðaðu aðra valmöguleika

Tengd störf

Áfengis- og vímuvarnarráðgjafi

Augnlæknir

Dýralæknir

Félagsráðgjafi

Fótaaðgerðafræðingur

Geðlæknir

Geislafræðingur

Heilbrigðisfulltrúi

Náms- og starfsráðgjöf