Félagsráðgjafar aðstoða fjölskyldur, einstaklinga og hópa við að bæta félagslega stöðu sína. Starfið felst að miklu leyti í ráðgjöf, upplýsingagjöf og stuðningi auk þess að vinna að nýjum félagslegum úrræðum í félags- eða heilbrigðiskerfi. Félagsráðgjafi er lögverndað starfsheiti.

Félagsráðgjafar vinna gjarnan í samstarfi við stofnanir og sérfræðinga í félags- og heilbrigðisþjónustu. Margir sérhæfa sig í greinum á borð við öldrunarþjónustu, barnavernd, meðferð áfengis- og vímuefnaneytenda, meðferð á sjúkrahúsum, fjölskyldumeðferð og málefni fatlaðra.

Helstu verkefni
  • kynna sér aðstæður og þarfir skjólstæðings
  • leita réttar til félagslegrar aðstoðar
  • gera áætlanir sem miða að því að bæta aðstæður fólks
  • vinna að félagslegri endurhæfingu
  • leita úrræða um vistun fyrir börn, aldraða eða fatlaða
  • veita stuðningsviðtöl eða meðferð
  • skipuleggja og stjórna hópstarfi
Hæfnikröfur

Starfsleyfi félagsráðgjafa er gefið út af landlækni til þeirra sem lokið hafa meistaranámi úr háskóla í greininni. Sem félagsráðgjafi þarftu að geta borið ábyrgð á þeirri ráðgjöf, meðferð og forvörnum sem beitt er í starfi en þekkja einnig faglegar takmarkanir.

Félagsráðgjafafélag Íslands

Námið

Félagsráðgjöf er kennd við Háskóla Íslands og er BA í félagsráðgjöfþriggja ára nám. Til að geta sótt um löggild starfsréttindi þarf einnig að ljúka tveggja ára meistaranámi.

Félagsráðgjöf
Ekki fyrir þig?

Skoðaðu aðra valmöguleika

Tengd störf

Áfengis- og vímuvarnarráðgjafi

Augnlæknir

Danskennari

Dýralæknir

Fótaaðgerðafræðingur

Framhaldsskólakennari

Geðlæknir

Geislafræðingur

Náms- og starfsráðgjöf