Geislafræðingar vinna við myndgreiningu innan heilbrigðisgeirans í því augnamiði að greina og veita meðferð við margvíslegum sjúkdómum. Starfið felst í að ná myndum af því sem er að gerast í líkamanum og eru notaðar til þess ýmsar aðferðir svo sem röntgen, segulsvið, útvarpsbylgjur, geislavirk efni og hljóðbylgjur. Geislafræði er lögvernduð starfsgrein.
Geislafræðingar starfa á myndgreiningardeildum heilbrigðisstofnana, hjá Geislavörnum ríkisins, Hjartavernd og víðar.