Áhugakönnun

Gott er að huga að eigin áhugasviðum í tengslum við ákvarðanir um nám og störf. Könnunin hér er einfölduð útgáfa af Bendli IV, sem er einkum ætluð fullorðnum á vinnumarkaði.

Ekki hugmynd?

Vinna og áhugi spila vel saman. Laun eru misjöfn, hæfileika má rækta en áhugi skilur oft á milli þess hvort fólki líður vel í vinnunni eða ekki.

Áhugakannanir kortleggja áhugasvið og er hugsunin sú að fólk verði fremur ánægt  þar sem samræmi er á milli áhuga og starfsumhverfis.

Niðurstöður áhugakannana skipta starfsáhuga í sex meginsvið, sýna tengsl þeirra og hvernig eitt  höfðar fremur til manns en annað.

Könnun

Niðurstöður endurspegla hvorki getu né færni, aðeins störf sem best sýnast passa við þín svör. Skynsamlegt er að skoða einnig önnur störf í sama flokki.

Engar áhyggjur af óvæntum niðurstöðum, könnunin er ætluð til umhugsunar, ekki til að birta hinn eina rétta sannleika um áhuga þinn á námi eða starfi.

Áhugasvið

Athafna

Fólk upptekið af því að ná fram ákveðnum markmiðum. Vilja vinna með öðrum en hafa mestan áhuga á að stjórna og hafa áhrif, jafnvel taka áhættu og keppa við aðra. Oft fólk í viðskiptum, stjórnmálum eða stjórnunarstörfum.

Félags

Mestur áhugi á mannlegum samskiptum; að hjálpa öðrum, leiðbeina eða kenna. Samvinna, sameiginleg ábyrgð og sveigjanleiki í samskiptum skiptir miklu máli í starfi. Áhersla á að leysa málin með samræðu. 

Handverks

Fólk sem líkar því vel að vinna með höndunum og beita verkfærum, tækjum og tólum. Kann vel við líkamleg störf sem tengjast útiveru, gjarnan í svolítið ævintýralegu umhverfi.

Lista

Mestur áhugi á störfum sem tengjast sköpun og tjáningu. Uppteknari af tilfinningum, nýjum hugmyndum og sköpun en rökhugsun. Kunna því vel að vinna sjálfstætt og fara óhefðbundnar leiðir.

Skipulags

Gott skipulag, afmörkuð verkefni og skynsamlegar, hagnýtar lausnir. Gjarnan áreiðanlegt fólk sem vill hafa reglu á hlutunum og vinna undir stjórn annarra eða þar sem farið er eftir skýrum áætlunum. 

Vísinda

Gaman af að leysa vandamál með vísindalegum aðferðum, reikna og rannsaka. Kunna vel við sjálfstæði í vinnu og störf sem krefjast einbeitingar. Áhugamál eru fjölbreytt, nýjum hugmyndum og reynslu vel tekið.

Náms- og starfsráðgjöf