STARF

Fótaaðgerðafræðingur

Fótaaðgerðafræðingar ráðleggja um heilbrigði fóta, meðferð og forvarnir fótameina og þau úrræði sem finnast við þeim. Í störfum sínum beita fótaaðgerðafræðingar margvíslegri meðferð og starfa ýmist á einkareknum fótaaðgerðastofum eða í tengslum við opinbera heilsugæslu. Fótaaðgerðafræði er löggilt starfsgrein.

Helstu verkefni

• greina orsök fótameins, meðhöndla eða vísa til læknis ef við á
• hreinsa sigg og neglur
• líkþorna-, vörtu- og hlífðarmeðferðir
• meðhöndla sár og sprungur á húð
• ráðleggja um fótaumhirðu og val á skófatnaði
• ráðleggja um meðferðir til að minnka verki, dreifa álagi og bæta göngulag
• útbúa spangir og meðhöndla inngrónar neglur
• útbúa hlífar, leppa og innlegg

Hæfnikröfur

Fótaaðgerðafræðingar fá starfsleyfi frá landlækni og þurfa að hafa lokið fótaaðgerðafræðinámi á framhaldsskólastigi frá viðurkenndri menntastofnun. Fótaaðgerðafræðingur þarf að geta borið ábyrgð á þeirri ráðgjöf, fræðslu, greiningu og meðhöndlun sem veitt er og hafa góða þekkingu á fótameinum og viðeigandi meðferð. Í starfinu er afar mikilvægt er gera sér grein fyrir smithættu í allri umgengni og við hreinsun áhalda og tækja.

Námið

Nám í fótaaðgerðafræði er í boði við Heilsuakademíu Keilis, alls 199 einingar og er sérnámið skipulagt sem þriggja anna samfellt nám.

Fótaaðgerðafræði
Ekki fyrir þig?

Skoðaðu aðra valmöguleika

Tengd störf

Augnlæknir

Dýralæknir

Geislafræðingur

Heilbrigðisfulltrúi

Heilbrigðisgagnafræðingur

Heilbrigðisritari

Læknir

Lífeindafræðingur

Náms- og starfsráðgjöf