Geðlæknar starfa við forvarnir geðsjúkdóma, greiningu þeirra, meðferð og endurhæfingu. Í starfinu felst einnig greining og meðferð ýmissa hegðunarvandamála. Geðlæknar nota margvísleg meðferðarúrræði; líffræðileg, félagsleg og/eða í formi sállækninga.

Sem geðlæknir geturðu ýmist unnið á einkastofu eða innan heilbrigðiskerfisins; á göngudeildum, dagdeildum, legudeildum eða endurhæfingarstöðvum. Geðlæknar leiða oftast samstarf innan geðheilbrigðiskerfisins og taka jafnframt þátt í kennslu og rannsóknum. Margir sérhæfa sig á sviðum á borð við barna- og unglingageðlækningar, meðferð áfengis- og vímuefnasjúklinga, öldrunargeðlækningar eða einstökum meðferðarformum. Læknar eru löggilt heilbrigðisstétt.

Helstu verkefni
  • mat á andlegri og líkamlegri heilsu og greining geðsjúkdóma
  • veita meðferð einstaklingum með geðræna kvilla
  • veita einstaklings-, hjóna-, og fjölskylduviðtöl og beita hópmeðferð
  • samvinna við fjölskyldur og/eða fyrri meðferðaraðila
  • móta meðferðaráætlanir til lengri eða skemmri tíma
  • annast og stjórna framkvæmd meðferðar
  • annast handleiðslu annarra starfsmanna í geðheilbrigðiskerfinu
Hæfnikröfur

Í starfi geðlæknis er nauðsynlegt að hafa víðtæka þekkingu á þeim sálfræðilegu prófum, lyfjum og lækningaaðferðum sem notuð eru í greininni ásamt því að þekkja vel til taugalífeðlislegra rannsókna og meðferðaráætlana. Þættir á borð við ábyrgð, áreiðanleiki og nákvæmni í vinnubrögðum eru einnig mikilvægir kostir geðlæknis auk gagnrýninnar hugsunar. Þá er æskilegt að geta sýnt yfirvegun og rósemi við erfiðar aðstæður ásamt því að vinna vel undir álagi.

Læknafélag Íslands

Námið

Til að verða geðlæknir þarf fyrst að ljúka sex ára grunnnámi í læknisfræði. Þá tekur við kandídatsár, starfsþjálfun til að öðlast almennt lækningaleyfi. Því næst tekur við fjögurra og hálfs árs sérfræðinám í geðlækningum sem hægt er að ljúka á Íslandi og fer að mestu fram á geðdeild Landspítala – Háskólasjúkrahúss.

Læknisfræði
Ekki fyrir þig?

Skoðaðu aðra valmöguleika

Tengd störf

Afbrotafræðingur

Áfengis- og vímuvarnarráðgjafi

Augnlæknir

Bókmenntafræðingur

Dýralæknir

Eðlisfræðingur

Efnafræðingur

Félagsfræðingur

Náms- og starfsráðgjöf