Nám á sjúkraliðabraut er starfstengt og á framhaldsskólastigi. Meginmarkmið þess er að veita þekkingu og færni til að veita ákveðna hjúkrunarþjónustu. Í því felst meðal annars að meta ástand skjólstæðinga og geta leiðbeint þeim og aðstandendum þeirra.
Sjúkraliðanám veitir lögvernduð starfsréttindi. Meðalnámstími er þrjú ár að meðtalinni 16 vikna starfsþjálfun.