Náms- og starfsRáðgjöf

Er ætlað að auðvelda fólki að ákveða stefnu í námi eða starfi út frá eigin áhuga og styrkleikum.

Ráðgjöfin kostar ekkert og getur hjálpað til við að finna rétta braut.

Hafðu samband!

Náms- og starfsráðgjöf felst í að hjálpa til við upplýsingaleit og finna leiðir til að bæta færni í námi og efla í starfi.

Um er að ræða ráðgjafa símenntunarmiðstöðva, háskóla, á vegum fagráða eða sérfróða um raunfærnimat.

FNS_skref_retta_att

Í atvinnulífi og skólum

Grunnskólar

Hluti sérfræðiþjónustu skóla með áherslu á almenna velferð og framtíðaráform nemenda.

Framhaldsskólar

Réttur nemenda til þjónustu menntaðra náms- og starfsráðgjafa er lögbundinn.

Háskólar

Fjölbreyttur stuðningur svo sem um námsval, vinnubrögð í námi og undirbúning fyrir atvinnuleit. 

Vinnumarkaður

Áhersla á endurmenntun, atvinnuleit og endurhæfingu á vinnumarkaði. 

Gagnabanki - ráðgjöf

Nanna Imsland, náms- og starfsráðgjafi Menntaskólans á Egilsstöðum hefur tekið saman ítarlegan gagnabanka með upplýsingum sem nýst geta kennurum, ráðgjöfum, nemendum og foreldrum.

Náms- og starfsfræðsla

Skipuleg fræðsla um námsleiðir og atvinnulíf styður við vel upplýst og ígrundað náms- og starfsval.  Efni og hugmyndir fyrir ráðgjafa, kennara eða aðra sem áhuga hafa á slíkri fræðslu er að finna á síðu IÐUNNAR um nám og störf.

Aðrar upplýsingaveitur

Upplýsingaveitur um störf, námsleiðir og ráðgjöf á Íslandi eru margskonar. Í sambandi við atvinnuleit liggur beinast við að benda á vef Vinnumálastofnunar og VIRK – aftur í vinnu. Fjölmenningarsetur sinnir upplýsingaþjónustu fyrir innflytjendur sem búsettir eru á Íslandi. Mat á erlendu háskólanámi er á vegum Enic-Naric á Íslandi og upplýsingar um nám erlendis má nálgast á vefsvæðinu FaraBara. Iðn- og verkgreinar eru sérstaklega kynntar á vef sem kennir sig við nám og störf og margskonar fróðleik fyrir ungt fólk má finna á vef Áttavitans.

Upplýsingar um innritun í framhaldsskóla eru á vef Menntamálastofnunar og HvaðSvo  kynnir möguleika að loknu námi af sérnámsbrautum. Þá má finna upplýsingar um náms- og starfsráðgjöf á heimasíðum flestra grunn-, framhalds- og háskóla að ógleymdri ráðgjöf sem er í boði á símenntunarmiðstöðvum um land allt.

Þá er margt fróðlegt að finna í tengslum við Menntaáætlun Evrópusambandsins

Eitt skref í einu

Náms- og starfsráðgjöf

Fræðsla um nám og störf

Fjölbreytt námsframboð og tengsl þess við vinnumarkaðinn.

Náms- og starfskynningar

Skipulag kynninga á einstaka námsbrautum eða vinnustöðum.

Persónuleg ráðgjöf

Aðstoð við að líta á mál frá öðru sjónarhorni ef eitthvað truflar.

Heppileg vinnubrögð

Skipulag, markmið, tímastjórnun, próf og úrræði í boði.

Úr námi í starf

Áhugasvið, styrkleikar. Atvinnuleit og atvinnuviðtöl.

Breytingar á starfsferli

Upplýsingagjöf um nám og störf. Ferilskrárgerð og ferilmöppur.

Nánari upplýsingar

Náms- og starfsráðgjöf