STARF

Framhaldsskólakennari

Auk kennslu einstakra námsgreina er hlutverk framhaldsskólakennara að þjálfa nemendur í öguðum og sjálfstæðum vinnubrögðum og gagnrýninni hugsun auk þess að búa þá undir frekara nám, störf í atvinnulífinu og virka þátttöku í lýðræðisþjóðfélagi. Framhaldsskólakennari er lögverndað starfsheiti.

Framhaldsskólakennarar sérhæfa sig í kennslu ákveðinna námsgreina. Starfinu fylgir mikil samvinna við nemendur, aðra kennara og starfsmenn skóla og tengdra stofnanna og nokkur samvinna við foreldra nemenda upp að 18 ára aldri.

Helstu verkefni
  • skipuleggja námstímabil og undirbúa kennslustundir
  • útbúa námsefni og námsgögn
  • koma efni til skila í formi fyrirlestra, umræðna, hópvinnu og verklegra æfinga
  • yfirferð og leiðrétting verkefna, ritgerða og prófa
  • sjá um námsmat og prófun
  • aðstoða nemendur við námið
  • fylgjast með í sinni fræðigrein
  • fylgjast með skólasókn nemenda
  • taka þátt í skólaþróun og mótun skólastarfsins
Hæfnikröfur

Framhaldsskólakennarar fá starfsleyfi frá mennta- og menningarmálaráðuneyti og þurfa að hafa lokið meistaraprófi á háskólastigi. Í starfi sem framhaldsskólakennari er æskilegt að eiga gott með mannleg samskipti og búa yfir metnaði og áhuga á menntun og skólastarfi. Mikilvægt er að gera sér grein fyrir mikilvægi þátta á borð við jafnrétti til náms og hlutverki kennara sem fyrirmyndir nemenda. Nauðsynlegt er að hafa til að bera góða tölvukunnáttu og fylgjast vel með nýjungum í starfi.

Félag framhaldsskólakennara

Námið

Til þess að verða framhaldsskólakennari eru nokkrar leiðir samkvæmt lögum:

 

Meistarapróf frá háskóla, á viðurkenndu fræðasviði

  • Annað nám sem jafngildir meistaraprófi
  • Meistararéttindi í iðngrein sem nýtist til kennslu á framhaldsskólastigi og að  lágmarki 60 einingar í kennslu- og uppeldisfræði
  • Fullgilt lokapróf í list-, tækni- eða verkgrein sem nýtist til kennslu á framhaldsskólastigi. Námið þarf að samsvara 270–300 einingum, þar af að lágmarki 60 í kennslu- og uppeldisfræði

 

Mismunandi námsleiðir til réttinda sem framhaldsskólakennari eru kenndar við Menntavísindasvið Háskóla Íslandskennaradeild Háskólans á Akureyri og listkennsludeild Listaháskólans.

Ekki fyrir þig?

Skoðaðu aðra valmöguleika

Tengd störf

Danskennari

Félagsráðgjafi

Kirkjuvörður – meðhjálpari

Sálfræðingur

Skólaritari

Starf í íþróttahúsi

Sundlaugarvörður

Talmeinafræðingur

Náms- og starfsráðgjöf