STARF

Háseti á fiskiskipi

Hásetar á fiskiskipum sinna veiðum og vinnslu um borð auk þrifa og umsjónar með   veiðarfærum og vinnsluvélum. Í starfinu felst að nota margvíslegan búnað til veiða, blóðga nýveiddan fisk og vinna við fiskvinnsluvélar á borð við flökunar- og hausavél.

Í starfi sem háseti gætirðu unnið á fiskiskipum af öllum stærðum og gerðum, svo sem ísfisk- eða frystitogara.

Helstu verkefni
  • undirbúa veiðarfæri
  • vinna á dekki við veiðar
  • vinnsla á afla; slæging, snyrting, pökkun og frysting
  • frágangur á afla í lest
  • þrif á vinnusvæðum og vistarverum
  • viðhaldsvinna, til dæmis í tengslum við öryggismál um borð
Hæfnikröfur

Hásetar á fiskiskipum þurfa að búa yfir líkamlegri hreysti, aðlögunarhæfni og getu til að vinna undir álagi. Mikilvægt er að geta unnið náið með öðrum jafnvel við erfiðar aðstæður auk þess sem áhugi og þekking á fiskveiðum er ótvíræður kostur. Í starfinu klæðast hásetar gúmmígalla, hjálmi og lífbelti við vinnu á efra þilfari og taka þátt í ýmsum öryggisæfingum svo sem flotgallaæfingum, brunaæfingum og björgunaræfingum.

Námið

Ekki er krafist sérstakrar menntunar í starfi háseta á fiskiskipum en margskonar gagnlegt nám og námskeið eru í boði. Fisktækniskólinn býður upp á nám í fiskvinnslu, netagerð, sjómennsku og fiskeldi auk þess sem Matís og Sýni hafa boðið upp á ýmis námskeið fyrir sjómenn en Sjómennt styrkir slíkt starfstengt nám. Einnig má benda á öryggisnám og endurmenntun Slysavarnaskóla sjómanna og tvö svið Tækniskólans; skipstjórnarsvið og véltæknisvið.

Raunfærnimat hefur farið fram og/eða kann að vera í boði.

Fisktækni
Ekki fyrir þig?

Skoðaðu aðra valmöguleika

Tengd störf

Fiskeldisfræðingur

Gæðaeftirlitsmaður

Hafnarvörður

Líffræðingur

Starf á hafnarsvæði

Stýrimaður

Vélstjóri

Vélvirki

Náms- og starfsráðgjöf