Vélvirkjar annast uppsetningu, viðgerðir, viðhald, endurnýjun og þjónustu á hvers kyns vél- og tæknibúnaði í skipum, vinnslustöðvum, vinnuvélum, verksmiðjum og orkuveitum. Vélvirkjar vinna því alls staðar þar sem vélbúnaður er til staðar þar með talið við ráðgjöf og sölu á slíkum búnaði. Vélvirkjun er löggilt iðngrein.

Helstu verkefni
  • fylgjast með ástandi vélbúnaðar og stýrikerfa og greina bilanir
  • uppsetning, viðhald og viðgerðir á loft- og vökvakerfum
  • uppbygging og viðhald véla, kælikerfa og loftstýringa
  • smíði véla og tækja svo sem fiskvinnsluvéla og varahluta
Hæfnikröfur

Vélvirki þarf að geta metið ástand véla og skemmdra vélarhluta, gert við, endurnýjað og prufukeyrt. Þekking á suðu og kælikerfum er mikilvæg sem og að geta lesið teikningar og þekkja til öryggisráðstafanna í starfi, til dæmis hvað varðar umgengni við háþrýsting og rafmagn. Í starfinu eru notuð ýmis handverkfæri, mælitæki og málmsmíðavélar á borð við bor-, snitt- og fræsivélar.

Félag vélstjóra og málmtæknimanna

Námið

Vélvirkjun er kennd við BorgarholtsskólaFjölbrautaskóla VesturlandsFjölbrautaskóla Norðurlands vestraFjölbrautaskóla SuðurlandsTækniskólannVerkmenntaskóla Austurlands og Verkmenntaskólann á Akureyri auk þess sem grunnnám málmiðngreina má finna víðar. Nám vélvirkja tekur um fjögur ár, þrjú ár í skóla auk starfsþjálfunar.

Raunfærnimat hefur farið fram og/eða kann að vera í boði.

Vélvirkjun
Ekki fyrir þig?

Skoðaðu aðra valmöguleika

Tengd störf

Aðstoð í málmiðnaði

Blikksmiður

Fiskeldisfræðingur

Gæðaeftirlitsmaður

Hafnarvörður

Háseti á fiskiskipi

Kælitæknir

Líffræðingur

Náms- og starfsráðgjöf