Vélvirkjar annast uppsetningu, viðgerðir, viðhald, endurnýjun og þjónustu á hvers kyns vél- og tæknibúnaði í skipum, vinnslustöðvum, vinnuvélum, verksmiðjum og orkuveitum. Vélvirkjar vinna því alls staðar þar sem vélbúnaður er til staðar þar með talið við ráðgjöf og sölu á slíkum búnaði. Vélvirkjun er löggilt iðngrein.