Vélstjórar reka og viðhalda vélbúnaði um borð í skipum og bera ábyrgð á öruggum, skilvirkum og hagkvæmum rekstri búnaðarins. Í starfinu felst að sjá um rekstur, eftirlit, prófanir, viðhald og viðgerðir á vél- og rafbúnaði, stýrikerfum og hjálparbúnaði. Viðfangsefni vélstjóra eru breytileg eftir réttindastigi þeirra og stærð og hlutverki skipa. Vélstjóri er löggilt starfsheiti.

Vélstjórar starfa á fiskveiði-, flutninga- og farþegaskipum, í orkuverum, virkjunum og annars staðar þar sem gerðar eru kröfum um víðtæka þekkingu á vél- og tæknibúnaði. Einnig getur verið um að ræða sölustörf hjá fyrirtækjum sem flytja inn eða framleiða vélar og vélbúnað.

Réttindastig vélstjóra eru fjögur:

A – réttindi ná til skipa með allt að 750 kW framdrifsafl

B – réttindi ná til skipa með allt að 1500 kW framdrifsafl

C – réttindi ná til skipa með 750 til 3000 kW framdrifsafl

D – réttindi eru ótakmörkuð

Helstu verkefni
  • stjórnun og rekstur vél-, raf- og hjálparbúnaðar
  • bregðast við bilunum í vél- og rafbúnaði
  • sjá til þess að rekstur búnaðar uppfylli kröfur um öryggi og mengunarvarnir
  • ábyrgð á skipulagi og verkefnum vélstjórnarvaktar og þjálfun undirmanna
  • sjá til þess að um borð sé viðhlítandi lager varahluta
Hæfnikröfur

Vélstjóri þarf að hafa þekkingu og færni í samræmi við réttindastig þar sem stærri skipum fylgir fjölbreyttari og flóknari búnaður og meiri áhersla á stjórnun.

Félag vélstjóra og málmtæknimanna

Námið
Vélstjórn
Ekki fyrir þig?

Skoðaðu aðra valmöguleika

Tengd störf

Aðstoð í málmiðnaði

Fiskeldisfræðingur

Gæðaeftirlitsmaður

Hafnarvörður

Líffræðingur

Starf á hafnarsvæði

Stýrimaður

Tæknifræðingur

Náms- og starfsráðgjöf