STARF

Starf á hafnarsvæði

Starfsmenn á hafnarsvæði vinna hjá fyrirtækjum sem sinna flutningum á sjó. Starfið getur verið mjög fjölþætt og falið í sér vinnu við hafnarvörslu, afgreiðslu gáma, tiltekt á gámasvæði eða almenn verkamannastörf.

Í starfi sem hafnarstarfsmaður vinnurðu undir verkstjórn yfirmanns og ert í talsverðum samskiptum við samstarfsmenn, gesti og viðskiptavini hafnar. Oft er um vaktavinnu að ræða.

Helstu verkefni
  • lestun og losun skipa
  • afgreiðsla beiðna vegna gáma
  • lagfæra og umstafla vörum
  • tiltekt á gámasvæði
  • eftirlit á hafnarsvæði
  • þrif og eftirlit með tækjum
Hæfnikröfur

Hafnarstarfsmenn þurfa að geta lesið úr fylgibréfum sem fylgja vörum og gámum. Einnig er gott að þekkja til mismunandi gáma, geta reiknað út rúmmál þeirra og viktað og mælt rúmtak vöru. Þá er mikilvægt að kunna á forrit og kerfi sem notuð eru í vöruhúsum og á hafnarsvæðum ásamt því að hafa réttindi til að aka tækjum sem notuð eru svo sem lyfturum, gámabílum og krönum.

Námið

Ekki er gerð formleg krafa um menntun til að gegna starfi hafnarstarfsmanns en ýmis starfstengd námskeið kunna að vera í boði.

Ekki fyrir þig?

Skoðaðu aðra valmöguleika

Tengd störf

Fiskeldisfræðingur

Gæðaeftirlitsmaður

Líffræðingur

Náms- og starfsráðgjöf