STARF

Hafnarvörður

Hafnarverðir starfa við leiðsögn og öryggiseftirlit við höfn en starfssviðið er nokkuð mismunandi eftir höfnum og landsvæðum.

Hafnarverðir sinna í sumum tilvikum starfi vigtarmanns og/eða koma að mengunarvörnum. Einnig hafa þeir samskipti og samstarf við bryggjuverði, hafnarstjóra, hafnsögumenn, slippmenn og umboðsmenn skipa.

Helstu verkefni
  • raða skipum í höfn, binda skip við bryggju og sjá um landfestar
  • afgreiða vatn og rafmagn til skipa
  • tilkynna komu erlendra skipa til tollgæslu ef við á
  • eftirlit með þrifum á hafnarsvæði
Hæfnikröfur

Í starfi er oft gerð er krafa um skipstjórnar- og hafnsöguréttindi.

Námið

Slysavarnarskóli sjómanna stendur fyrir námskeiði fyrir hafnarverði um hafnaröryggi en ekki er kveðið á um menntun eða þjálfun hafnarvarða í lögum.

Ekki fyrir þig?

Skoðaðu aðra valmöguleika

Tengd störf

Fiskeldisfræðingur

Gæðaeftirlitsmaður

Líffræðingur

Starf á hafnarsvæði

Stýrimaður

Vélstjóri

Náms- og starfsráðgjöf