STARF

Ylræktarfræðingur

Garðyrkjufræðingar á sviði ylræktar starfa við ræktun og framleiðslu grænmetis, pottaplatna og afskorinna blóma. Ylræktarfræðingar beita ræktunartækni til að tryggja gæði framleiðslunnar og bera ábyrgð á gæðum matjurta og plantna sem þeir framleiða.

Í starfi sem ylræktarfræðingur gætirðu starfað við verkstjórn eða rekstur garðyrkjustöðva, til dæmis sem ræktunarstjóri.

Helstu verkefni
  • setja upp og fylgja eftir áætlunum um ræktun
  • bregðast á viðeigandi hátt við vandamálum sem upp geta komið í ræktuninni
  • framleiðsla og sala á afurðum ylræktar og útimatjurtaræktunar
  • stýra umhverfisþáttum í gróðurhúsum, svo sem lýsingu, hitastigi og vökvun
  • ráðgjöf varðandi ræktun og umhirðu plantna í gróðurhúsum og útimatjurtarækt
Hæfnikröfur

Ylræktarfræðingur þarf að þekkja helstu tegundir í ræktun í gróðurhúsum og útimatjurta. Einnig er nauðsynlegt að þekkja vel til ræktunartæknilegra þátta á borð við ræktunarpláss, jarðvegsgerð, áburðargjöf, lýsingu/myrkvun, hitastigs og viðbragða við meindýrum og sjúkdómum. Í starfi sem ylræktarfræðingur er mikilvægt að gera sér grein fyrir umhverfisáhrifum framleiðslunnar og þekkja leiðir til að fyrirbyggja neikvæð slík áhrif.

Garðyrkjufélag Íslands

Námið

Nám í garðyrkjuframleiðslu er þrjú ár og skiptist í þrjár brautir; garð- og skógarplöntubraut, ylræktarbraut og námsbraut um lífræna ræktun. Námið er á framhaldsskólastigi og verður frá hausti 2022 kennt á vegum Fjölbrautaskóla Suðurlands en áfram í húsnæði Landbúnaðarháskólans að Reykjum í Ölfusi. 

Ekki fyrir þig?

Skoðaðu aðra valmöguleika

Tengd störf

Blómaskreytir

Búfræðingur

Dýralæknir

Fasteignasali

Fiskeldisfræðingur

Flokkstjóri í vinnuskóla

Fornleifafræðingur

Garðplöntufræðingur

Náms- og starfsráðgjöf