STARF

Fornleifafræðingur

Fornleifafræðingar rannsaka fornar mannvistarleifar, jarðveg og aðrar minjar til að draga upp mynd af lifnaðarháttum og búsetu horfinna kynslóða. Starfið felst í uppgrefti og skráningu fornleifa ásamt ritstörfum og miðlun. Rannsóknir fornleifafræðinga snúa til dæmis að húsarústum, gröfum, líkamsleifum, sorphaugum, áhöldum, vopnum og skartgripum til að fá vísbendingar og upplýsingar um verkkunnáttu, verslunarhætti, trúarbrögð, heilsufar, mataræði og þjóðfélagsstöðu íbúa fyrri tíma.

Sem fornleifafræðingur gætirðu unnið við fjölbreytt verkefni; sinnt vettvangsvinnu á borð við uppgröft og skráningu, eða vinnu innandyra svo sem við túlkun, úrvinnslu, kennslu eða miðlun á rannsóknarniðurstöðum.

Helstu verkefni
  • rannsaka sögulegar heimildir og loftmyndir í leit að vísbendingum um forna búsetu
  • skrásetja fornleifar á vettvangi
  • grafa upp fornleifar, lýsa þeim, teikna þær upp og mæla
  • greina sýni, til dæmis með tilliti til skordýra, frjókorna eða plöntuleifa
  • greining á manna- og dýrabeinum og gripagreining
  • úrvinnsla á rannsóknargögnum og skýrslugerð
Hæfnikröfur

Starf fornleifafræðings krefst mikillar nákvæmni og þolinmæði. Hæfni við áætlanagerð og skipulagshæfileikar eru æskilegir. Fornleifafræðingur þarf að sýna frumkvæði í starfi og sjálfstæð vinnubrögð en einnig getu til að starfa í teymi. Í starfinu eru notaðar skóflur og múrskeiðar við uppgröft, auk ýmissa mælitækja.

Námið

Nám í fornleifafræði er í boði við sagnfræði- og heimspekideild Háskóla Íslands, hvort tveggja þriggja ára grunnnám til BA – prófs sem og framhaldsnám.

Fornleifafræði
Ekki fyrir þig?

Skoðaðu aðra valmöguleika

Tengd störf

Bókmenntafræðingur

Eðlisfræðingur

Efnafræðingur

Jarðfræðingur

Kerfisfræðingur

Landfræðingur

Leikjaforritari

Líffræðingur

Náms- og starfsráðgjöf