STARF

Táknmálstúlkur

Táknmálstúlkar vinna við að túlka við allar aðstæður daglegs lífs. Verkefni táknmálstúlka má því finna víða í samfélaginu þó flest séu innan skólakerfisins í tengslum við menntun heyrnarlausra á öllum skólastigum. Önnur verkefni tengjast þjónustu hins opinbera, þátttöku í atvinnulífi og frístundastarfi eða viðburðum á borð við fyrirlestra, kirkjuathafnir, námskeið, læknisviðtöl og meðferðir, ráðstefnur, fundi og samkomur.

Réttur til túlkunar er tryggður með lögum á heilbrigðissviði og innan skóla- og dómskerfis. Í verkefnum sem standa lengur en 1 ½ klukkustund starfa táknmálstúlkar iðulega tveir saman og skiptast á að túlka í 15 mínútur í senn. Hið sama á við um flóknari verkefni á borð við túlkun í dómsal, mannmarga fundi og túlkun á háskólastigi.

Helstu verkefni
Hæfnikröfur

Til viðbótar við háskólamenntun í faginu þarf táknmálstúlkur að hafa gott vald á íslensku, víðtæka almenna þekkingu og vera vel að sér í menningu heyrnarlausra. Mikilvægt er að skilja þær siðferðisskyldur sem starfinu fylgja sem til dæmis tengjast því að vera til staðar á ýmsum viðkvæmum stundum í lífi heyrnarlausra.

Félag háskólamennaðra táknmálstúlka

Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra

Námið

Táknmálsfræði er kennd við Háskóla Íslands, sem aðal- eða aukagrein til BA-prófs með öðrum námsgreinum eða sem aðalgrein til 120 eininga. Til að ljúka námi sem táknmálstúlkur þarf að taka táknmálsfræði sem aðalfag og táknmálstúlkun að auki, samtals 180 einingar og útskrifast nemendur að því loknu sem táknmálstúlkar.

Táknmálsfræði
Ekki fyrir þig?

Skoðaðu aðra valmöguleika

Tengd störf

Danskennari

Félags- og tómstundaliði

Félagsráðgjafi

Framhaldsskólakennari

Grunnskólakennari

Húshjálp (au pair)

Kirkjuvörður – meðhjálpari

Leikskólakennari

Náms- og starfsráðgjöf