STARF

Félags- og tómstundaliði

Félags- og tómstundaliðar vinna við að auka virkni og þroska fólks í frístundastarfi. Í starfinu felst að vera börnum og unglingum góð fyrirmynd og vinna með eldra fólki í þeim tilgangi að ýta undir sjálfshjálp, félagslega samveru og virkni. Félags- og tómstundaliðar vinna út frá áhugasviði hvers og eins og reyna að koma til móts við ólíkar þarfir.

Í starfi sem félags- og tómstundaliði gætirðu unnið með fólki á öllum aldri í félagsmiðstöðvum, skólum og hjá íþrótta- og félagasamtökum.

Helstu verkefni
  • hugmyndavinna í tengslum við frístundastarf
  • skipulagning frístunda- og hópstarfs
  • aðstoð við þátttakendur í félags og tómstundastarfi
  • samstarf og kynningar við nærumhverfi
Hæfnikröfur

Í starfi félags- og tómstundaliða þarftu að geta dregið fram og unnið með áhugasvið og styrkleika fólks, lesið í félagslegar aðstæður og brugðist við með viðeigandi hætti hverju sinni. Mikilvægt er að geta skipulagt verkefni út frá ólíkum þörfum og aldri þeirra sem nýta sér frístundastarfsemi.

Námið

Tengt nám hefur verið í boði á Félagsvirkni- og uppeldissviði Borgarholtsskóla. Meðalnámstími er tvö og hálft ár að meðtalinni starfsþjálfun. Raunfærnimat og/eða félagsmála- og tómstundabrú kann einnig að vera í boði, ætlað þeim sem hafa starfsreynslu eða fyrra nám til að byggja á.

Félagsmála- og tómstundanám
Ekki fyrir þig?

Skoðaðu aðra valmöguleika

Tengd störf

Danskennari

Félagsráðgjafi

Framhaldsskólakennari

Grunnskólakennari

Kirkjuvörður – meðhjálpari

Sálfræðingur

Skólaritari

Starf í íþróttahúsi

Náms- og starfsráðgjöf