STARF

Leikskólakennari

Starf leikskólakennara felst í að fylgjast með velferð leikskólabarna og hlú að þeim andlega og líkamlega eftir þörfum hvers og eins svo að börnin fái notið sín sem einstaklingar. Leitast er við að sinna börnunum og örva þroska þeirra með samræðum, fjölbreyttum leikjum, lestri og vinnu að skapandi verkefnum. Leikskólakennari er lögverndað starfsheiti.

Leikskólakennarar vinna náið með foreldrum og forráðamönnum barna og hafa einnig gjarnan samráð við annað fagfólk á borð við sérkennara, talkennara eða sálfræðinga vegna hegðunar- eða námsörðuleika einstakra barna. Auk leikskóla starfa leikskólakennarar á skóladagheimilum, í sérdeildum, barnadeildum sjúkrahúsa eða í fyrsta bekk grunnskóla.

Helstu verkefni
  • taka þátt í skipulagningu faglegs starfs undir stjórn deildarstjóra
  • sjá um að börnin matist, klæðist og hvílist eins og þörf krefur
  • leiðbeina í mannlegum samskiptum, umgengni og um hreinlæti
  • starfsmannafundir og aðrir fundir sem varða starfsemi leikskólans
  • samskipti við forráðamenn og seta á foreldrafundum
  • þátttaka í gerð skólanámskrár, starfsmats og þróunarverkefna
Hæfnikröfur

Leikskólakennarar fá starfsleyfi frá menntamálaráðuneyti og þurfa að hafa lokið meistaraprófi á háskólastigi. Leikskólakennari þarf að geta myndað góð tengsl við börn, sýnt þeim alúð og stuðning auk þess sem sköpunargáfa, þolinmæði og skipulagshæfni eru mjög æskilegir eiginleikar.

Félag leikskólakennara

Námið

Grunnnám í leikskólakennarafræðum er þriggja ára háskólanám en tveggja ára meistaranám, að því loknu, veitir löggilt starfsréttindi sem leikskólakennari. Námið er í boði við Menntavísindasvið Háskóla Íslands og kennaradeild Háskólans á Akureyri.

Leikskólakennsla
Ekki fyrir þig?

Skoðaðu aðra valmöguleika

Tengd störf

Danskennari

Félags- og tómstundaliði

Félagsráðgjafi

Framhaldsskólakennari

Grunnskólakennari

Húshjálp (au pair)

Kirkjuvörður – meðhjálpari

Sálfræðingur

Náms- og starfsráðgjöf