STARF

Stjórnmálafræðingur

Stjórnmálafræðingar fást við rannsóknir sem tengjast atferli fólks í stjórnmálum, stjórnmálasamtökum, uppruna og skipulagi stofnana og hugmyndafræði í stjórnmálum og stjórnsýslu. Algengt er að stjórnmálafræðingar sérhæfi sig í stjórnmálum tiltekins lands, tímabils eða heimshluta, eða í ákveðinni hlið stjórnmála.

Sem stjórnmálafræðingur gætirðu til dæmis unnið í fjölmiðla- og upplýsingageiranum, hjá ráðgjafafyrirtækjum, við alþjóðasamskipti, í stjórnsýslunni eða í tengslum við hagsmunasamtök og þrýstihópa. Þá fást stjórnmálafræðingar við kennslu á framhalds- og háskólastigi.

Helstu verkefni
  • kanna tengsl stjórnmála við önnur svið samfélagsins
  • vinna úr gögnum og útbúa skýrslur með niðurstöðum rannsókna
  • nýta niðurstöður rannsókna í hagnýtum tilgangi
  • upplýsingaöflun og kynningarstarf
  • veita ráðgjöf við stefnumótun
Hæfnikröfur

Stjórnmálafræðingar þurfa að geta gert grein fyrir rannsóknum sínum og fræðistörfum í ræðu og riti, á íslensku og erlendum tungumálum. Mikilvægt er að vera vel að sér í málefnum líðandi stundar og geta miðlað hugmyndum og skoðunum á trúverðugan og ákveðinn hátt.

Félag stjórnmálafræðinga á FB

Námið

Í stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands er stjórnmálafræði í boði hvort tveggja til BA – prófs og meistaragráðu.  Einnig er  námsleið í stjórnmálafræði, hagfræði og heimspeki við Háskólann á Bifröst.

Stjórnmálafræði
Ekki fyrir þig?

Skoðaðu aðra valmöguleika

Tengd störf

Bókmenntafræðingur

Eðlisfræðingur

Efnafræðingur

Fornleifafræðingur

Heimspekingur

Jarðfræðingur

Kerfisfræðingur

Leikjaforritari

Náms- og starfsráðgjöf