STARF

Eðlisfræðingur

Eðlisfræðingar kanna eiginleika, breytingar og víxlverkanir efnis og orku. Í starfi þeirra er eðlisfræði beitt á margvíslegan hátt í iðnaði, á rannsóknarstofum og í heilbrigðiskerfinu svo dæmi séu nefnd. Einnig er algengt að eðlisfræðingar sinni kennslu og stjórnunarstörfum, hinu síðarnefnda oft í samstarfi við verkfræðinga og annað tæknifólk enda kalla viðfangsefnin oft á lausnir sem koma víða að.

Eðlisfræðingar sérhæfa sig gjarnan á sviðum á borð við frumeindaeðlisfræði, kjarneðlisfræði, ljósfræði, skammtafræði, strengjafræði, stjarneðlisfræði, tölvueðlisfræði, varma- og safneðlisfræði eða öreindafræði.

Helstu verkefni
  • útskýra niðurstöður tilrauna á grundvelli þekktra kenninga og lögmála
  • leita nýrrar þekkingar með tilraunum
  • tækniþróun
  • nota kenningar og tilraunir við lausn hagnýtra verkefna
  • rannsóknir, prófanir og greiningar
Hæfnikröfur

Eðlisfræðingar þurfa að hafa góða grunnþekkingu á raunvísindum, áhuga á rannsóknum og færni í að leita lausna. Nákvæm og öguð vinnubrögð, skilningur á tölfræði og færni á margvísleg tölvuforrit skipta einnig máli. Eðlisfræðingur þarf hvort tveggja að geta starfað sem hluti af teymi og stýrt verkefnum en einnig unnið sjálfstætt. Mikilvægt er að geta kynnt niðurstöður rannsókna fyrir öðrum.

Raunvísindastofnun Háskóla Íslands

Námið

Nám í eðlisfræði til BS – gráðu er þriggja ára háskólanám. Framhaldsnám hefur einnig verið í boði til meistara- og doktorsgráðu.

Eðlisfræði
Ekki fyrir þig?

Skoðaðu aðra valmöguleika

Tengd störf

Bókmenntafræðingur

Efnafræðingur

Fornleifafræðingur

Jarðfræðingur

Kerfisfræðingur

Leikjaforritari

Líffræðingur

Sagnfræðingur

Náms- og starfsráðgjöf