STARF

Efnafræðingur

Efnafræðingar rannsaka efni á vegum vísindastofnana og iðnfyrirtækja ásamt því að annast framleiðslu- og aðferðaþróun, sinna gæðaeftirliti og þróa tækjabúnað. Í starfinu felst að vinna með margvísleg efni, greina þau og/eða breyta. Auk þess sinna efnafræðingar oft kennslu í framhalds- og háskólum.

Efnafræðingar sérhæfa sig oft á tilteknu sviði svo sem í eðlisefnafræði, lífrænni- eða ólífrænni efnafræði, efnagreiningu eða reikniefnafræði.

Helstu verkefni
  • grunnrannsóknir á sviði efnagreiningar og efnasmíði
  • tilraunir á efnum
  • ákvarða efna- og eðliseiginleika efnasambanda
  • efnagreining og rannsóknir á rannsóknarstofum sjúkrahúsa
  • útbúa lýsingar og staðla fyrir efnaferli, tækjabúnað, afurðir og prófanir
Hæfnikröfur

Efnafræðingur þarf að hafa áhuga á raunvísindum, þolinmæði og nákvæmni í vinnubrögðum. Góð tölvu- ensku- og stærðfræðikunnátta er nauðsynleg. Þá ber góður efnafræðingur virðingu fyrir efnunum sem unnið er með og meðhöndlar þau af alúð og varfærni, þar sem mörg þeirra eru hættuleg mannslíkamanum.

Raunvísindastofnun Háskóla Íslands

Námið

Nám í efnafræði til BS – gráðu er þriggja ára háskólanám. Framhaldsnám í greininni er einnig í boði til meistara- og doktorsgráðu.

Efnafræði
Ekki fyrir þig?

Skoðaðu aðra valmöguleika

Tengd störf

Bókmenntafræðingur

Eðlisfræðingur

Fornleifafræðingur

Jarðfræðingur

Kerfisfræðingur

Leikjaforritari

Líffræðingur

Sagnfræðingur

Náms- og starfsráðgjöf