Jarðfræðingar skoða, mæla og greina jarðskorpuna og sjá um margvíslega útreikninga. Unnið er með upplýsingar um þróun og myndun jarðarinnar ásamt þeim ferlum sem stöðugt eru að breyta jörðinni. Þá er ýmiskonar kortagerð hluti af starfinu.
Jarðfræðingar starfa víða; við opinberar stofnanir, hjá verkfræðistofum og í orkufyrirtækjum. Auk þess vinnur fjöldi jarðvísindafólks við kennslu og ferðaþjónustu. Hvort tveggja er unnið inni á rannsóknarstofu eða skrifstofu sem og úti, við athuganir og rannsóknir. Fræði jarðvísindafólks spanna afar breitt svið, frá jöklajarðfræði til eldfjallafræði, jarðskjálftum til jarðhita, og steingervingafræði til haffræði auk hagnýtrar jarðfræði, rannsókna á ofanflóðum og hættumatsgerð.