Jarðfræðingar skoða, mæla og greina jarðskorpuna og sjá um margvíslega útreikninga. Unnið er með upplýsingar um þróun og myndun jarðarinnar ásamt þeim ferlum sem stöðugt eru að breyta jörðinni. Þá er ýmiskonar kortagerð hluti af starfinu.

Jarðfræðingar starfa víða; við opinberar stofnanir, hjá verkfræðistofum og í orkufyrirtækjum. Auk þess vinnur fjöldi jarðvísindafólks við kennslu og ferðaþjónustu. Hvort tveggja er unnið inni á rannsóknarstofu eða skrifstofu sem og úti, við athuganir og rannsóknir. Fræði jarðvísindafólks spanna afar breitt svið, frá jöklajarðfræði til eldfjallafræði, jarðskjálft­um til jarðhita, og steingervinga­fræði til haffræði auk hagnýtrar jarðfræði, rannsókna á ofanflóðum og hættumatsgerð.

Helstu verkefni
  • rannsóknir á jarðskorpuhreyfingum
  • rannsóknir á atburðum tengdum þeim, svo sem eldgosum og jarðskjálftum
  • kortlagning jarðlaga á landi og neðansjávar
  • aðstoð við skipulag vegna landnýtingar og mannvirkjagerðar
  • rannsóknir á steingerðum plöntu- og dýraleifum
  • meta mikilvægi jarðmyndanna frá sjónarmiði náttúruverndar
  • rannsóknir á nýtanlegum jarðefnum og orkugjöfum
Hæfnikröfur

Jarðfræðingar þurfa að verða áhugasamir um jörðina og umhverfismál og hafa mikla þekkingu á jarð-, eðlis- og efnafræði. Þolinmæði og nákvæmni eru mjög æskilegir eiginleikar í starfi jarðfræðings auk áhuga á útivist. Í starfinu eru notuð ýmis tölvuforrit auk tækja og tóla sem notuð eru á rannsóknarstofum og úti á vettvangi.

Jarðfræðafélag Íslands

Námið

Grunnnám í jarðvísindum er þriggja ára nám við Háskóla Íslands og skiptist í tvennt; jarðfræði og jarðeðlisfræði. Framhaldsnám á mismunandi sviðum jarðvísinda er einnig í boði.

Jarðfræði
Ekki fyrir þig?

Skoðaðu aðra valmöguleika

Tengd störf

Bókmenntafræðingur

Eðlisfræðingur

Efnafræðingur

Fornleifafræðingur

Kerfisfræðingur

Landfræðingur

Leikjaforritari

Líffræðingur

Náms- og starfsráðgjöf