Starf leikjaforritara felst í að skipuleggja, þróa og forrita upplifun spilara í tölvuleikjum. Verkefnin geta verið margvísleg og bæði snúið að möguleikum í leiknum sjálfum sem og þeim verkfærum sem leikjahönnuður þarf til að þróa leikinn áfram.

Leikjaforritarar starfa aðallega hjá fyrirtækjum innan tölvuleikjaiðnaðarins eða þar sem unnið er með sjónræn áhrif og margmiðlun svo sem hjá símafyrirtækjum eða við fjölmiðlun. Oft er um alþjóðlegt starfsumhverfi að ræða.

Helstu verkefni

Dæmi:

  • kalla fram eðlilegar hreyfingar karaktera tölvuleiks
  • forrita birtuskilyrði í leiknum
  • reikna út frammistöðu spilara
Hæfnikröfur

Leikjaforritari þarf að búa yfir góðum skilningi á tækninni á bak við tölvuleiki og því sem hefur áhrif á gæði þeirra og líftíma. Einnig er mikilvæg þekking á mismunandi tegundum tölvuleikja.

Starfið krefst skipulagðra vinnubragða, hvort sem unnið er sjálfstætt eða í hópi með öðrum. Unnið er með fólki með mismunandi bakgrunn og þekkingu þar sem taka þarf tilliti til þeirra sem ekki hafa jafn mikla þekkingu á tæknilegri hliðum vinnunnar.

Að hluta byggt á Utdanning.no – Spillprogrammerer

Námið

Ýmsar leiðir eru færar til að verða leikjaforritari með námsleiðum innan upplýsinga- og tölvutækni.

Tölvubrautir
Tölvuleikjagerð
Tölvunarfræði
Ekki fyrir þig?

Skoðaðu aðra valmöguleika

Tengd störf

Kerfisfræðingur

Náms- og starfsráðgjöf