Skólaritarar starfa á skrifstofum skóla og sinna þar daglegri afgreiðslu, símsvörun, skjalavörslu og bókhaldi. Í starfinu felst einnig að afgreiða ýmis erindi nemenda og eiga samskipti við fólk og stofnanir tengdum skólanum.
Í starfi skólaritara eru mikil samskipti við nemendur og starfsfólk auk þeirrar tengingar sem starfið felur í sér, á milli heimilis og skóla.