Sálfræðingar sinna hvort tveggja einstaklingum og fjölskyldum hvað varðar félagslega og tilfinningalega erfiðleika, samskiptavanda og geðræn vandamál. Í starfinu felst greining, ráðgjöf og meðferð þar sem notast er við viðtöl, athuganir og margvísleg sálfræðileg próf. Sálfræðingur er löggilt starfsheiti.

Í starfi sem sálfræðingur vinnurðu oft náið með aðstandendum, kennurum, félagsráðgjöfum, þroskaþjálfum, læknum eða öðrum sérfræðingum. Margir sálfræðingar starfa sjálfstætt við eigin rekstur en aðrir á spítölum, rannsóknarstofum, innan skólakerfisins, hjá félagsþjónustunni eða barnavernd.

Hægt er að sérhæfa sig á fjölmörgum sviðum innan sálfræðinnar. Má þar nefna klíníska sálfræði, persónuleikasálfræði, vinnusálfræði, þroskasálfræði, hugfræði, félagslega sálfræði og atferlisgreiningu.

Helstu verkefni
  • einstaklingsviðtöl og hópráðgjöf
  • greiningarvinna
  • fræðsla og ráðgjöf til dæmis um forvarnir, uppeldismál og samskipti
  • rannsóknir við háskóla eða í tengslum við almenn störf
  • námskeið fyrir almenning, faghópa, fyrirtæki og stofnanir
Hæfnikröfur

Sálfræðingar þurfa að vera færir í samskiptum og góðir í að hlusta á aðra. Mikilvægt er að geta hvort tveggja, unnið sjálfstætt og sem hluti af hópi, enda teymisvinna oft hluti af starfsumhverfi sálfræðinga. Sálfræðingar fá starfsleyfi frá Landlækni og þurfa að hafa lokið formlegu viðurkenndu sérfræðinámi.

Sálfræðingur þarf að geta borið ábyrgð á þeirri ráðgjöf, greiningu, mati og meðferð sem veitt er. Í starfi sem sálfræðingur er einnig mikilvægt að þekkja faglegar takmarkanir og virða þagnarskyldu þegar við á.

Sálfræðingafélag Íslands

Námið

Nám til BS – gráðu í sálfræði (HÍ) eða BSc – prófs (HR) er þriggja ára háskólanám. Framhaldsnám til starfsréttinda tekur að lágmarki tvö ár til viðbótar.

Einnig er í boði grunnnám í sálfræði (BA próf) við félagsvísindadeild Háskólans á Akureyri.

Sálfræði
Ekki fyrir þig?

Skoðaðu aðra valmöguleika

Tengd störf

Afbrotafræðingur

Áfengis- og vímuvarnarráðgjafi

Augnlæknir

Bókmenntafræðingur

Danskennari

Dýralæknir

Eðlisfræðingur

Efnafræðingur

Náms- og starfsráðgjöf