Hljóðhönnuðir vinna við hljóðuppsetningu í leikhúsum, á tónleikum og í kvikmyndum, í samstarfi við tónlistarmenn og tónskáld. Starfið felst í að vera eins konar milligöngumaður á milli tónlistarfólks og listrænna stjórnenda og aðlaga tónlist að þeim vettvangi eða verki sem unnið er að hverju sinni

Hljóðhönnuðir geta starfað við allar greinar tónlistar og sviðslista, í útvarp og sjónvarpi ásamt því að framleiða auglýsingar og vinna í upptökuveri.

Helstu verkefni
  • hugmyndavinna í samstarfi við listræna stjórnendur, tónskáld og tónlistarfólk
  • undirbúa og ákveða hvernig best er að haga hljóði í einstaka verkefnum
  • sjá um hljóð á sýningu í samvinnu við hljóðmann
  • setja upp hljóðbúnað, prófa hljóðblöndun og yfirfara einstök tækniatriði
  • búa til ýmis leikhljóð, svo sem rigningu, þrumur og bergmál
  • sjá til að öll tæki og tól séu í lagi
  • minniháttar viðgerðir
Hæfnikröfur

Æskilegt er að hljóðhönnuður hafi tónlistarmenntun að baki, gott tónlistareyra eða annars konar tónlistarreynslu. Mikilvægt er að geta unnið sjálfstætt við einstaka upptökur sem og í teymi þegar unnið er í leikhúsi eða við stærri verkefni. Menntun eða þekking á rafeindavirkjun er einnig afar gagnleg enda unnið með þess háttar tæki og tækni. Þá er góð tölvukunnátta æskileg ásamt skipulags- og leiðtogahæfileikum.

Námið

Sérstakt nám í hljóðhönnun er ekki í boði á Íslandi en annars staðar á Norðurlöndunum er sums staðar hægt að læra upptökur og leikhúshljóð. Hljóðtækni er kennd í Tækniskólanum og er eins árs 60 eininga nám en tveggja ára framhaldsskólanámi þarf að hafa lokið áður. Einnig hefur verið boðið upp á styttri námskeið í samvinnu við upptökuver.

Raunfærnimat hefur farið fram og/eða kann að vera í boði í hljóðtækni.

Hljóðtækni
Ekki fyrir þig?

Skoðaðu aðra valmöguleika

Tengd störf

Bókasafns- og upplýsingafræðingur

Dansari

Fatahönnuður

Forritari

Gervahönnuður

Kerfisfræðingur

Leikjaforritari

Leikmyndahönnuður

Náms- og starfsráðgjöf