Söðlasmiður vinnur að söðlasmíði allt frá fyrstu hugmynd til fullbúinnar vöru og annast viðgerðir og viðhald á reiðtygjum og annarri leðurvöru. Söðlasmíði er löggilt iðngrein.

Í starfi söðlasmiðs gætir þú starfað á söðlaverkstæði, sinnt þjónustu við viðskiptavini eða ráðgjöf og sölu í tengslum við hestamennsku.

Helstu verkefni
  • viðhald og viðgerðir á reiðtygjum og leðurvöru
  • nýsmíði og undirbúningur fyrir vinnslu á reiðtygjum og leðurvöru
  • sala á vörum sem heyra til umhirðu söðla
Hæfnikröfur

Söðlasmiður þarf að hafa umfangsmikla þekkingu á tækjum, handverkfærum og efnum sem tengjast greininni. Mikilvægt er að geta unnið eftir teikningum og sett saman verklýsingar fyrir vörur og verk. Söðlasmiður saumar, pússar, límir og litar, vinnur með ýmis áhöld, efni og tæki og þarf að geta notað tölvutækni við upplýsingaöflun og hugmyndaþróun.

Námið

Söðlasmíði var um tíma kennd í Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi en er ekki lengur í boði.  Meðalnámstími var sex annir, tvær annir í skóla auk starfsþjálfunar.

Ekki fyrir þig?

Skoðaðu aðra valmöguleika

Tengd störf

Bókasafns- og upplýsingafræðingur

Bókbindari

Búningagerðarmaður

Búningahönnuður

Dansari

Danshöfundur (kóreógraf)

Danskennari

Fatahönnuður

Náms- og starfsráðgjöf