Bókbindarar vinna við tölvustýrðar bókbandsvélar í prentsmiðjum eða upplýsinga- og fjölmiðlafyrirtækjum. Í starfinu felst fyrst og fremst að stýra slíkum vélum, sem skera, binda og brjóta bækur, þó einnig sé unnið við handbókband. Bókband er löggilt iðngrein.
Sem dæmi um vélar sem notaðar eru við bókband má nefna brotvél sem stillir bókabrot, bein- og þrískera, heftivél, fræsara, sauma- og bindigerðavél og gyllingarvél.