Ljósamaður vinnur að uppsetningu ljósa og daglegum rekstri þeirra. Í starfinu felst að stýra kösturum, til dæmis eltiljósum, og/eða stýra ljósaborði á margs konar viðburðum.

Ljósamenn vinna í samstarfi við ljósameistara, ljósahönnuði og sýningarstjóra. Oft er um að ræða vaktavinnu og er mikil viðvera í kringum viðburði á borð við leiksýningar.

Helstu verkefni
  • stýra kösturum og framkvæma ljósabreytingar
  • sinna daglegri vinnu við framkvæmd lýsingar á viðburðum
  • hengja upp, tengja og stilla kastara
  • sjá um stillingar á ljósum og tilfærslu þeirra á æfingum
  • stýra ljósaborði á sýningum í samvinnu við sýningarstjóra
Hæfnikröfur

Ljósamaður þarf að hafa áhuga á tækni og rafmagni. Mikilvægt er að geta unnið í teymi með öðrum. Ljósamenn vinna með ljóskastara af ýmsum stærðum og gerðum, tölvur og ljósaborð og getur vinnan á köflum reynt á líkamlega.

Rafmennt – fræðslusetur rafiðnaðarins

Námið

Ekki er krafist sérstakrar menntunar í starfi ljósamanns en ýmis starfstengd námskeið kunna að vera í boði. Einnig má benda á nám í rafvirkjun en grunn- og framhaldsnám í rafiðngreinum má finna við marga framhaldsskóla.

Ekki fyrir þig?

Skoðaðu aðra valmöguleika

Tengd störf

Bókasafns- og upplýsingafræðingur

Búningahönnuður

Dansari

Danshöfundur (kóreógraf)

Danskennari

Forritari

Gervahönnuður

Grafískur hönnuður

Náms- og starfsráðgjöf