Grafískir hönnuðir starfa við að miðla hvers kyns efni á sjónrænan og auðskilinn hátt. Í starfinu er unnið með texta, letur, myndir og liti. Aðferðum grafískrar hönnunar er beitt við hönnun á auglýsingum, firmamerkjum, umbúðum og ýmsum öðrum prentgripum ásamt sjónvarpsefni og grafísku útliti vefsíðna. Grafískir hönnuðir hanna einnig leturgerðir, vinna við „effecta“ í kvikmyndum og margt fleira.

Í starfi grafísks hönnuðar gætirðu til dæmis starfað á auglýsingastofu, í fjölmiðlum eða prentsmiðjum. Unnið er með margskonar tölvutengdan búnað, leturgerðir og stílbrigði, oftast í samvinnu við aðra svo sem umbrotsfólk, markaðsfræðinga, textahöfunda, kvikmyndagerðarfólk, prentara eða smiði.

Helstu verkefni
  • hugmyndavinna og skissugerð
  • uppsetning og frágangur á efni til prentunar
  • hönnun fyrir skjámiðla
  • ráðgjöf um útlit og kynningarmál fyrirtækja
  • hönnun á sýningarbásum fyrir vöru- og þjónustusýningar
Hæfnikröfur

Grafískir hönnuðir þurfa að hafa áhuga á hönnun og framsetningu upplýsinga. Grafísk hönnun tekur sífelldum breytingum og því er mikilvægt að fylgjast vel með nýjungum og því sem er að gerast í starfsumhverfinu. Rík sköpunargáfa og hæfni í að sinna fjölbreyttum verkefnum eru góðir kostir.

GRAFÍA

Námið

Grafísk hönnun er þriggja ára háskólanám til BA-prófs við hönnunar- og arkitektúrdeild Listaháskóla Íslands.

Grafísk hönnun
Ekki fyrir þig?

Skoðaðu aðra valmöguleika

Tengd störf

Bókasafns- og upplýsingafræðingur

Búningahönnuður

Dansari

Danskennari

Fatahönnuður

Gervahönnuður

Gull- og silfursmiður

Hljóðhönnuður

Náms- og starfsráðgjöf