STARF

Frumkvöðull

Frumkvöðlar hefur fólk verið kallað sem þróar eigin viðskiptahugmyndir og stofnar starfsemi til að hrinda þeim í framkvæmd. Það geta verið hugmyndir af öllu tagi, hvort tveggja tengdar vörum og/eða þjónustu.

Helstu verkefni
  • kanna markaðinn og mögulegan áhuga
  • prófa hugmynd á hugsanlegum viðskiptavinum
  • útbúa viðskiptaáætlun
  • finna fjármagn og fjárfesta
  • finna viðeigandi samstarfsaðila  
  • skipulagsvinna
  • skráning og gangsetning fyrirtækis
  • markaðssetning og miðlun
  • frekari þróun viðskiptahugmyndar og framkvæmdar
Hæfnikröfur

Frumkvöðlar þurfa að búa yfir framtakssemi og sköpunargáfu auk þess að geta skuldbundið sig framkvæmd ákveðinna verkefna og leyst þau vandamál sem upp koma. Mikilvægt er að vera hæf/ur í samskiptum, geta öðlast traust annarra og unnið vel og skipulega.

Námið

Frumkvöðlar geta tengst ýmiss konar viðskiptahugmyndum og er því engin ein námsleið heppilegri en önnur.  Erlendis eru þó víða til dæmi um slíkt nám á háskólastigi, samanber t.d. Gründerskolen í Noregi.

Ekki fyrir þig?

Skoðaðu aðra valmöguleika

Tengd störf

Aðstoð í verslun

Áhrifavaldur

Bókari

Bréfberi

Fasteignasali

Fjármálastjóri

Gjaldkeri í banka

Gull- og silfursmiður

Náms- og starfsráðgjöf