STARF

Bókari

Bókarar halda utan um og skrá útgjöld og tekjur, semja ársreikninga og halda upplýsingum til haga sem tengjast rekstri fyrirtækja og stofnanna. Starfið getur einnig falið í sér vinnu fyrir þrotabú, sjóði eða einstaklinga í atvinnurekstri.

Í starfi sem bókari gætirðu unnið í hverskonar fyrirtækjum eða stofnunum, í einkaeigu eða í eigu hins opinbera. Starf bókara felur í sér talsverð samskipti við endurskoðendur og/eða aðra sem þurfa aðgang að viðkomandi bókhaldi.

Helstu verkefni
  • sjá um að lögum og reglum um bókhald sé fylgt
  • varðveisla gagna
  • samning ársreiknings og útskýringar á einstaka liðum
  • veita þær upplýsingar um reksturinn sem við eiga hverju sinni
Hæfnikröfur

Í starfi bókara er nauðsynlegt að vera glöggskyggn á tölur auk þess að búa yfir skipulagshæfileikum og nákvæmni í vinnubrögðum. Unnið er með allskyns gögn sem þurfa að vera rekjanleg og skipulega upp sett. Í starfinu er mikið unnið við tölvur og margvísleg bókhaldsforrit.

Félag viðurkenndra bókara

Námið

Til að öðlast réttindi sem viðurkenndur bókari þarf að ljúka prófum sem haldin eru á vegum Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis. Undirbúningsnám og almennt bókaranám er í boði hjá NTV,  PromenntEHÍ og Opna háskóla HR. Markmiðið með náminu er að þátttakendur öðlist dýpri þekkingu á bókhaldi, reikningsskilum og skattskilum og aukna hæfni við að nýta upplýsingatækni við störf sín.

Bókaranám
Ekki fyrir þig?

Skoðaðu aðra valmöguleika

Tengd störf

Viðskiptafræðingur

Náms- og starfsráðgjöf