STARF

Fjármálastjóri

Fjármálastjórar bera ábyrgð á fjármálum fyrirtækja og gerð fjárhagsáætlana. Í starfinu felst að ákveða hvernig ráðstafa skuli fjármunum, meta áhættu í fjárfestingum og greiða arð. Verkefni fjármálastjóra felst í yfirumsjón með ráðstöfun fjár, tekjuöflun, innheimtu, útborgun, lántöku, varðveislu fjármuna og verðbréfa til að hámarka virði viðkomandi fyrirtækisins.

Sem fjármálastjóri gætirðu starfað hjá stórum sem smáum fyrirtækjum, opinberum stofnunum eða hlutafélögum, oftast í nánu samstarfi við forstjóra eða eigendur.

Helstu verkefni
  • yfirumsjón með bókhaldi og gerð ársreiknings
  • skýrslu- og áætlanagerð
  • gerð greiðsluáætlana og eftirlit með kostnaði
  • vinna skýrslur um fjárhagslega stöðu fyrirtækis
  • yfirumsjón með fjármagnsflutningum innan lands og utan
  • stýra fundum með starfsmönnum fjármálasviðs
Hæfnikröfur

Starf fjármálastjóra tengist mikið tölum og skipulagi. Því er mikilvægt að geta unnið af nákvæmni og sýnt þolinmæði ásamt því að eiga auðvelt með að taka ákvarðanir. Í starfinu eru notuð ýmis forrit sem tengjast fjárreiðum, skipulagi og útreikningum.

Námið

Flestir fjármálastjórar eru menntaðir í viðskiptafræðum en margvísleg námskeið og námsleiðir eru í boði við Háskóla ÍslandsHáskólann í Reykjavík og Háskólann á Bifröst.

Viðskiptafræði
Ekki fyrir þig?

Skoðaðu aðra valmöguleika

Tengd störf

Aðstoð í verslun

Bókari

Bréfberi

Fasteignasali

Gjaldkeri í banka

Gull- og silfursmiður

Launafulltrúi

Skrifstofufulltrúi

Náms- og starfsráðgjöf