STARF

Förðunarmeistari

Förðunarmeistarar sjá um hárgreiðslu og förðun auk þess að búa til ýmis konar gervi, svo sem hárkollur, gervinef, bólur og skalla. Í starfinu felst að skapa ákveðið heildarútlit, hvort heldur sem er, að gera fólk sem eðlilegast fyrir sjónvarpsútsendingu eða nota hárkollur og gervi í kvikmyndum.

Í starfi förðunarmeistara gætirðu unnið víða svo sem í tengslum við sjónvarp, leikhús, tónleikahald, myndatökur, kvikmyndagerð eða tískusýningar. Gjarnan er unnið í samstarfi við förðunarfólk, búningahönnuði, skriftur, tökumenn, hljóðmenn, ljósamenn, leikara og leikstjóra.

Helstu verkefni
  • farða og greiða hár fyrir sjónvarpsútsendingar
  • greina birtustig, litasamsetningar og mynstur
  • gefa manneskju nýtt heildarútlit með sérstökum brellum og gervum
  • lesa handrit, skrá glósur og skoða myndir til undirbúnings
  • vera til taks á tökustað
  • halda vinnuaðstöðu hreinni, fjarlæga farða og gæta þess að hárkollur og aukahlutir séu í góðu ástandi
Hæfnikröfur

Förðunarmeistarar þurfa að hafa mikinn áhuga á förðun og hárgreiðslu auk þekkingar á þeim snyrtivörum og aukahlutum sem við koma starfinu. Mikilvægt er að vera skapandi og eiga auðvelt með samskipti og tengsl þar sem í starfinu felst að hitta og taka á móti alls konar fólki við margvíslegar aðstæður. Starfið getur oft á tíðum verið krefjandi og vinnutími óreglulegur.

Námið

Ekki er að finna sérstakt nám hér á landi en ýmis konar starfstengd námskeið kunna að vera í boði. Margir förðunarmeistarar hafa grunn í hársnyrtiiðn sem kennd er í Fjölbrautaskóla Norðurlands vestraTækniskólanumVerkmenntaskóla Austurlands og Verkmenntaskólanum á Akureyri auk þess sem tveggja ára grunnnám er í boði við Menntaskólann á Ísafirði.

Einnig er snyrtifræði kennd í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti.

Snyrtifræði
Hársnyrting
Ekki fyrir þig?

Skoðaðu aðra valmöguleika

Tengd störf

Búningahönnuður

Fatahönnuður

Gull- og silfursmiður

Leikmyndahönnuður

Ljósahönnuður

Náms- og starfsráðgjöf