Snyrtifræði er starfstengt nám á framhaldsskólastigi. Í því felst meðal annars að auka færni nemenda í meðferð snyrtivara, beitingu áhalda og tækja og að veita þá alhliða þjónustu sem í boði er á snyrtistofum. Snyrtifræði er löggilt iðngrein.
Meðalnámstími er um fjögur ár að meðtalinni starfsþjálfun þar sem fylgt er rafrænni ferilbók sem heldur utan um framvindu vinnustaðanámsins.