Íþróttafræðingar hafa að leiðarljósi að bæta heilsu fólks, fyrirbyggja sjúkdóma og aðstoða einstaklinga við að ná bata eftir veikindi. Í því skyni setja íþróttafræðingar saman einstaklingsmiðaðar áætlanir, aðstoða við að fylgja þeim og leggja þar áherslu á hreyfingu sem mikilvægan þátt í forvörnum og heilsueflingu. Íþróttafræðingar vinna hvort tveggja með einstaklinga og hópa.

Í starfi sem íþróttafræðingur gætirðu unnið margvísleg störf svo sem við íþróttaþjálfun, kennslu í grunn- og framhaldsskólum, þjálfun í líkamsræktarstöðvum (einkaþjálfun) eða forvarnarvinnu innan fyrirtækja og félagasamtaka.

Helstu verkefni
  • setja saman og útskýra æfingaáætlanir
  • sýna og útskýra hvernig æfingatæki virka
  • almennar heilsufarsmælingar
  • ráðgjöf um mataræði og almennt heilbrigði
  • skipuleggja viðburði á borð við keppnisferðir og íþróttamót
Hæfnikröfur

Íþróttafræðingar þurfa að hafa almennan áhuga á íþróttum og hæfni til að beita vísindalegum aðferðum í starfi. Þekking á áhrifum hreyfingar, þjálfunar og mataræðis á heilsufar og líkamsgetu fólks er afar mikilvæg sem og færni í að skilja hvernig líkamsstarfsemi virkar almennt. Íþróttafræðingar þurfa að geta unnið skipulega og tekið þátt í teymisvinnu. Þá er mikilvægt að hafa þekkingu á skyndihjálp og geta beitt henni ef á þarf að halda.

Íþrótta- og heilsufræðifélag Íslands á FB

Námið

Íþrótta- og heilsufræði til BS-gráðu er í boði við Háskóla Íslands og einnig eru meistaranámsleiðir við skólann. Í Háskólanum í Reykjavík er námsleið til BSc-gráðu. Til að fá kennsluréttindi í grunn- eða framhaldsskólum þarf að ljúka meistaranámi.

Íþróttafræði
Ekki fyrir þig?

Skoðaðu aðra valmöguleika

Tengd störf

Bókasafns- og upplýsingafræðingur

Búningagerðarmaður

Búningahönnuður

Dansari

Danshöfundur (kóreógraf)

Danskennari

Félags- og tómstundaliði

Félagsráðgjafi

Náms- og starfsráðgjöf