STARF

Tryggingaráðgjafi

Tryggingaráðgjafar hafa samband við einstaklinga og fyrirtæki, bjóða tryggingar til sölu og gera tilboð. Í starfinu felst að heimsækja tryggingataka, veita almennar upplýsingar um tryggingar og tryggingavernd, svara fyrirspurnum viðskiptavina ásamt því að meta verðmæti og hættu á tjóni.

Í starfi sem tryggingaráðgjafi gætirðu starfað hjá tryggingafyrirtækjum, tryggingamiðlunum eða sem sjálfstæður verktaki.

Helstu verkefni
  • veita upplýsingar um mismunandi tryggingakosti
  • meta tryggingaþörf í samráði við viðskiptavin
  • semja við tryggingafélög um bestu kjörin fyrir viðskiptavin
  • reikna út greiðslubyrði og ræða greiðslufyrirkomulag
  • útbúa tilboð fyrir viðskiptavin og skrá í tölvukerfi
Hæfnikröfur

Tryggingaráðgjafi þarf að hafa mikla hæfni í mannlegum samskiptum, eiga gott með að tjá sig og búa yfir færni í samningaviðræðum og samningagerð. Mikilvægt er að þekkja til laga og reglna í tryggingaviðskiptum. Starfið byggir að miklu leyti á góðu skipulagi og frumkvæði ásamt nákvæmum og sjálfstæðum vinnubrögðum. Góð tölvukunnátta er einnig æskileg.

Námið

Ekki er krafist sérstakrar menntunar í starfi tryggingaráðgjafa en menntun á sviði sölu og viðskipta getur verið gagnleg auk þess sem margskonar starfstengd námskeið kunna að vera í boði.

Ekki fyrir þig?

Skoðaðu aðra valmöguleika

Tengd störf

Aðstoð í verslun

Bókari

Bréfberi

Fasteignasali

Gjaldkeri í banka

Gull- og silfursmiður

Launafulltrúi

Skrifstofufulltrúi

Náms- og starfsráðgjöf