STARF

Starf í vöruhúsi

Starfsfólk í vöruhúsum vinnur við skipulag vöru í geymslu, móttöku hennar, staðsetningu, öryggi og afgreiðslu til viðskiptavina svo sem til smásöluverslana, heildsala eða verksmiðja.

Starfsmaður vöruhúss getur unnið hjá opinberum stofnunum og fyrirtækjum jafnt sem einkaaðilum. Vinnuumhverfi getur verið afar mismunandi, allt frá smærri lager til stórra vöruhúsa. Í flestum tilfellum felur starfið þó í sér nokkur samskipti, til dæmis við sölumenn og viðskiptavini.

Helstu verkefni
  • taka á móti vörum á lager
  • athuga hvort vörur séu í samræmi við pöntun
  • raða vörum á bretti, í hillur eða stæður
  • sjá um pantanir til sölufólks og verslana
  • pakka vörum til flutnings
  • ferma og afferma flutningabíla og gáma
  • halda skrá yfir vörubirgðir
  • taka á móti endursendum vörum
Hæfnikröfur

Starfsmenn í vöruhúsum og á lager þurfa að búa yfir skipulagshæfileikum og vera áreiðanlegir. Grunnleikni á tölvur og forrit sem starfinu tengjast er æskileg auk lyftara- og/eða meiraprófs.

Námið

Ekki er gerð formleg krafa um menntun en ýmis starfstengd námskeið kunna að vera í boði.

Raunfærnimat hefur farið fram og/eða kann að vera í boði.

Ekki fyrir þig?

Skoðaðu aðra valmöguleika

Tengd störf

Arkítekt

Bókari

Bréfberi

Byggingaverkamaður

Gjaldkeri í banka

Gull- og silfursmiður

Innanhúsarkitekt

Landslagsarkitekt

Náms- og starfsráðgjöf