Landslagsarkitektar skipuleggja nýtingu landsvæða og hanna útivistar- og íþróttasvæði, kirkjugarða, torg, stræti og lóðir. Sérhæfing þeirra er tvíþætt; heildarskipulagning stórra svæða, svo sem þjóðgarða eða bæjarskipulags annarsvegar, en hinsvegar skipulag innan þéttbýlis; útvistarsvæða, garða, gatna og torga. Landslagsarkitektúr er lögvernduð starfsgrein.

Í starfi sem landslagsarkitekt gætirðu ýmist starfað sjálfstætt eða hjá hinu opinbera. Unnið er náið með verkkaupum, arkitektum, skipulagsfræðingum og verkfræðingum að hönnun og vinnslu þeirra verkefna sem um er að ræða hverju sinni.

Helstu verkefni
  • vinna með gögn sem tengjast náttúrufari ákveðinna landssvæða
  • gera landnýtingar- og ræktunaráætlanir
  • gera áætlanir og tillögur um staðsetningu mannvirkja
  • útbúa vinnuteikningar, verk- og viðhaldslýsingar og kostnaðaráætlanir
  • tryggja að framkvæmdir séu í samræmi við áætlanir
Hæfnikröfur

Landslagsarkitekt þarf að búa yfir skapandi hugsun, geta tekið vel eftir og hafa auga fyrir smáatriðum. Góð tölvufærni skiptir máli þar sem vinna landslagsarkitekta fer að miklu leyti fram í teikniforritum. Í starfinu er einnig æskilegt að þekkja vel til málefna náttúruverndar, bera umhyggju fyrir umhverfinu ásamt því að hafa þekkingu á skilyrðum fyrir plöntur og dýralíf.

Félag íslenskra landslagsarkitekta

Námið

Landslagsarkitektúr er fimm ára háskólanám sem lýkur með meistaragráðu. Við Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri er boðið upp á þriggja ára nám til BS-gráðu.  Nemendur útskrifaðir þaðan þurfa að bæta við tveggja ára námi erlendis til að fá réttindi landslagsarkitekts og hafa Íslenskir landslagsarkitektar sótt þá menntun meðal annars til Kanada, Noregs, Svíþjóðar, Danmerkur, Bandaríkjanna, Bretlands og Þýskalands.

Ekki fyrir þig?

Skoðaðu aðra valmöguleika

Tengd störf

Arkítekt

Bókasafns- og upplýsingafræðingur

Búningahönnuður

Dansari

Fornleifafræðingur

Gervahönnuður

Hljóðhönnuður

Jarðfræðingur

Náms- og starfsráðgjöf