STARF

Arkítekt

Arkitektar hanna nýbyggingar, sinna endurbótum og vinna við breytingar á eldra húsnæði. Í starfinu felst einnig fjölbreytt ráðgjöf tengd skipulags- og byggingamálum svo sem vegna eldvarna, efnis- og litavals eða viðhalds og hönnunar bygginga. Arkitekt er löggilt starfsheiti.

 
Í starfi sem arkitekt ertu í miklu samstarfi við aðra arkitekta, verkfræðinga og verkkaupa. Starfið er að miklu leyti skrifstofuvinna við hugmyndaþróun og teikningar en einnig eru arkitektar oft á ferðinni á byggingasvæðum til að fylgjast með og fylgja eftir verkefnum sínum.

Helstu verkefni
  • hanna og gera uppdrætti að nýbyggingum
  • meta kostnað og verktíma
  • teikna mannvirki og leggja fyrir byggingarnefndir
  • hanna innréttingar og húsgögn
  • leita tilboða og annast samningagerð
Hæfnikröfur

Arkitekt þarf að hafa áhuga á hönnun og teikningu bygginga. Mikilvægt er að geta unnið sjálfstætt ásamt því að getastjórnað hópi og unnið teymisvinnu. Gott er að hafa auga fyrir smáatriðum og góða tölvufærni þar sem starf arkitekta fer mikið fram með aðstoð teikniforrita.

Arkitektafélag Íslands

Námið

BA nám í arkitektúr við Listaháskóla Íslands er þriggja ára grunnnám án starfsréttinda. Nám til starfsréttinda tekur tvö til fjögur ár að grunnnámi loknu. Framhaldsnámi lýkur með meistaragráðu.

Að auki þurfa arkitektar að afla sér nokkurrar starfsreynslu til að fá réttindi til að leggja teikningar fyrir byggingarnefndir.

Arkitektúr
Ekki fyrir þig?

Skoðaðu aðra valmöguleika

Tengd störf

Landslagsarkitekt

Sundlaugarvörður

Tæknifræðingur

Tækniteiknari

Verkfræðingur

Náms- og starfsráðgjöf