STARF

Rithöfundur

Rithöfundar skrifa bækur og vinna með ritmál en þó svo að starfsheitið sé gjarnan tengt skáldverkum er starf rithöfunda mun víðtækara en svo. Rithöfundum er gjarnan skipt í flokka eftir því hvers konar ritverk um er að ræða og starfsheitið þá jafnvel þrengt, d. ljóðskáld, skáldsagnahöfundur, handritshöfundur eða leikritahöfundur.

Greina má til dæmis á milli þeirra sem skrifa skáldverk annarsvegar; skáldsögur, smásögur, ljóð eða leikrit og hins vegar rithöfunda sem skrifa um ákveðið efni innan sérhæfðari sviða svo sem fræðirit eða kennslubækur.

 
Flestir rithöfundar starfa sjálfstætt og hafa ekki fastan vinnuveitanda þó svo að oft sé unnið í samvinnu við bókaútgáfu eða forlag. Rithöfundar með góða þekkingu á tungumálum og menningu starfa einnig oft sem þýðendur.

Helstu verkefni
  • efnisöflun og heimildavinna
  • ritun og textavinna
  • endurskoða texta, oft í samvinnu við ritstjóra eða útgefanda
Hæfnikröfur

Engin ein viðmið eiga við um æskilega hæfni eða eiginleika rithöfunda. Þó má almennt segja að sköpunargáfa sé kostur auk færni við að tjá sig í rituðu máli. Alla jafna er gott að geta unnið jafnt og þétt þó svo að verklag rithöfunda geti verið afar misjafnt, frá því að vinna skipulega á hverjum degi yfir ákveðið tímabil yfir í að skrifa mikið á skemmri tíma.

Æskilegt er þó að geta unnið skipulega og sjálfstætt enda eru skrifin oft erfitt og tímafrekt ferli.

Rithöfundasamband Íslands

Byggt á Utdanning.no – Forfatter

Námið

Engin ein námsleið er sú eina rétta fyrir starf rithöfundar. Ýmsar námsleiðir á framhalds- og háskólastigi geta verið heppilegur undirbúningur. Nefna má að ritlist er kennd sem 60 eininga aukagrein við Íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands.

Ekki fyrir þig?

Skoðaðu aðra valmöguleika

Tengd störf

Áhrifavaldur

Atvinnumennska í íþróttum

Bókasafns- og upplýsingafræðingur

Bóksali

Búningagerðarmaður

Búningahönnuður

Dansari

Danshöfundur (kóreógraf)

Náms- og starfsráðgjöf