Hlutverk bóksala er að miklu leyti að ýta undir lestaránægju og miðla þekkingu. Bóksalar upplýsa, gefa góð ráð og hvetja áhugasama lesendur til dáða hvort sem um er að ræða bækur ofarlega á vinsældalistum eða faldar minna þekktar perlur.
Í starfi sem bóksali gætirðu til dæmis unnið í bókaverslun, fornbókabúð, bókaforlagi og í tengslum við bókaklúbba eða netverslanir. Samhliða bóksölunni eru einnig oft í boði tengdar vörur líkt og landakort, ljósmyndir, minjagripir eða gjafavara.