Hlutverk bóksala er að miklu leyti að ýta undir lestaránægju og miðla þekkingu. Bóksalar upplýsa, gefa góð ráð og hvetja áhugasama lesendur til dáða hvort sem um er að ræða bækur ofarlega á vinsældalistum eða faldar minna þekktar perlur.

Í starfi sem bóksali gætirðu til dæmis unnið í bókaverslun, fornbókabúð, bókaforlagi og í tengslum við bókaklúbba eða netverslanir.  Samhliða bóksölunni eru einnig oft í boði  tengdar vörur líkt og landakort, ljósmyndir, minjagripir eða gjafavara.

Helstu verkefni
  • sala á bókum, tímaritum, ritföngum og gjafavöru
  • upplýsingagjöf og leiðbeiningar um val á lesefni
  • verðmerkja og flokka bækur
  • raða í hillur eftir innihaldi eða höfundanöfnum
Hæfnikröfur

Bóksalar þurfa að hafa mikinn áhuga á bókum og bókmenntum auk hæfileika í samskiptum við viðskiptavini.  Þekking á ólíkum greinum bókmennta er einnig kostur, innlendum sem erlendum rithöfundum auk þess sem tungumálakunnátta og þekking á fyrirtækjarekstri getur komið að góðum notum.

Byggt á Utdanning.no – Bokhandler

Námið

Ekki er gerð krafa um sérstakt nám til að starfa við bóksölu en margskonar menntun getur komið að gagni.

Ekki fyrir þig?

Skoðaðu aðra valmöguleika

Tengd störf

Aðstoð í verslun

Áhrifavaldur

Almannatengill

Blaða- og fréttamaður

Blaðberi

Bókari

Bókasafns- og upplýsingafræðingur

Bókbindari

Náms- og starfsráðgjöf