STARF

Raf-íþróttamaður

Raf-íþróttir kallast sport þar sem tölvur og tölvuforrit eru notaðar til æfinga og keppni, þ.e. þar sem keppt er í ýmiss konar tölvuleikjum á Netinu. Sjá einnig atvinnumennska í íþróttum. Þau sem stunda rafíþróttir taka þátt bæði í skipulögðum viðburðum og tilfallandi, ásamt þátttöku í liðakeppnum og mótum.


Oftast er um að ræða aðstæður þar sem margir keppendur eru, hver við sinn tölvuskjá og keppa hverjir við aðra – sem einstaklingar eða sem hluti af liði. Til að ná árangri þurfa að fara saman hæfileikar og miklar æfingar en innan raf-íþrótta eru ákveðnar reglur og kerfi sem þarf að fylgja og halda sig við.


Margt raf- íþróttafólk byggir upp eigin aðdáendahóp á streymisveitum og sýnir þar hæfni sína í viðkomandi leikjum. Stór hópur fylgjenda getur aukið virðið gagnvart styrktaraðilum.


Afar fáir Íslendingar hafa atvinnu af raf-íþróttum en þær hafa lengi verið vinsælar í Asíu og Bandaríkjunum og á síðustu árum, í vaxandi mæli í Evrópu og fylgjast milljónir víðs vegar um heiminn, með stærstu keppnum atvinnufólks.

Helstu verkefni

• æfingar og keppni
• markaðs- og kynningarstarf
• samvinna við styrktaraðila

Raf-íþróttamenn þurfa að skapa sínar eigin tekjur en tiltölulega fáir eiga þess kost að vera hluti af atvinnu-keppnisliði.

Hæfnikröfur

Raf-íþróttafólk þarf að búa yfir góðri samhæfingu hugar og handa, geta brugðist skjótt við og hugsað bæði „strategískt og taktískt“. Enskukunnátta er mikilvæg sem og að geta haldið einbeitingu, jafnvel tímunum saman.

Byggt á Utdanning.no – E-sportsutøver

Rafíþróttaskólinn

Rafíþróttasamtök Íslands á FB

Námið

Ekki er gerð krafa um formlegt nám en t.d. á Norðurlöndunum eru til námsleiðir á framhaldsskólastigi sem tengjast raf-íþróttum.

Ekki fyrir þig?

Skoðaðu aðra valmöguleika

Tengd störf

Áhrifavaldur

Atvinnumennska í íþróttum

Bókasafns- og upplýsingafræðingur

Bóksali

Búningagerðarmaður

Búningahönnuður

Dansari

Danshöfundur (kóreógraf)

Náms- og starfsráðgjöf