STARF

Málari

Málari ný- og endurmálar hús, mannvirki og skip, hvort tveggja inni og úti. Í starfinu felst einnig að spartla, gera við yfirborð og skreyta. Málarar vinna við ný- og endurbyggingar, viðhald og viðgerðir hjá málarameisturum, við ráðgjöf og litablöndun í verslunum eða vöruþróun og framleiðslu í málningarverksmiðjum. Málaraiðn er lögvernduð starfsgrein.

Helstu verkefni
  • húsa-, mannvirkja og skipamálun
  • mála innréttingar, húsgögn, skilti, auglýsingar og skreytingar
  • leiðbeina um val á litum, efni og vinnuaðferðir
  • undirbúningsvinna; ryðhreinsa, bursta, skafa og háþrýstiþvo
  • gera við sprungur og aðrar skemmdir
Hæfnikröfur

Málari þarf að þekkja öll helstu efni sem notuð eru í málningarvinnu, litafræði og afleiðingar raka, myglu og fúa. Gott er að þekkja til húsafriðunar og eldri málningaraðferða. Málarar vinna hvort tveggja inni og úti, mest með höndunum en nýta sér einnig tölvutæk teikni- og hönnunarforrit. Unnið er með pensla, rúllur, rúllubakka, sprautur, spaða, sandpappír, slípirokka og margt fleira.

Málarameistarafélagið

Námið

Málarabrautir eru við Tækniskólann og Verkmenntaskólann á Akureyri. Meðalnámstími er fjögur ár, fjórar annir í skóla auk starfsþjálfunar. Grunnnám í bygginga- og mannvirkjagreinum má einnig finna við marga framhaldsskóla.

Raunfærnimat hefur farið fram og/eða kann að vera í boði.

Málaraiðn
Ekki fyrir þig?

Skoðaðu aðra valmöguleika

Tengd störf

Arkítekt

Byggingaverkamaður

Húsgagnabólstrari

Innanhúsarkitekt

Landslagsarkitekt

Ræstitæknir

Starf í vöruhúsi

Sundlaugarvörður

Náms- og starfsráðgjöf