STARF

Húsgagnabólstrari

Húsgagnabólstrarar vinna við að bólstra og klæða ný eða notuð húsgögn auk þess að sinna klæðningum og viðgerðum á innréttingum bíla eða annarra farartækja. Húsgagnabólstrun er löggilt iðngrein.

Í starfi sem húsgagnabólstrari gætirðu unnið á húsgagna- eða bólsturverkstæði, gjarnan í samstarfi við húsgagnasmiði og hönnuði.

Helstu verkefni
  • huga að útliti og eiginleikum húsgagna í samráði við viðskiptavin
  • útbúa teikningar í samráði við hönnuð og/eða viðskiptavin
  • lagfæra grindur í húsgögnum
  • bólstra með fjöðrum, náttúrulegum efnum og/eða gerviefnum
  • sníða, sauma og klæða húsgögn
  • gera við, hreinsa og lita leðurhúsgögn
Hæfnikröfur

Húsgagnabólstrari þarf að vera skapandi og hugmyndaríkur og geta unnið með höndunum við að teikna og sinna viðhaldi á húsgögnum. Unnið er með efni á borð við ull, bómull og leður og ýmis verkfæri svo sem nálar, skæri, hamar, saumavél og sérhæfðari rafmagns- og loftverkfæri.

Námið

Húsgagnabólstrun er í boði við Tækniskólann, fimm annir í skóla og starfsþjálfun þar sem fylgt er rafrænni ferilbók sem heldur utan um framvindu vinnustaðanámsins.

Ekki fyrir þig?

Skoðaðu aðra valmöguleika

Tengd störf

Arkítekt

Bókbindari

Búningagerðarmaður

Búningahönnuður

Byggingaverkamaður

Fatahönnuður

Fatatæknir

Gervahönnuður

Náms- og starfsráðgjöf