Húsgagnabólstrarar vinna við að bólstra og klæða ný eða notuð húsgögn auk þess að sinna klæðningum og viðgerðum á innréttingum bíla eða annarra farartækja. Húsgagnabólstrun er löggilt iðngrein.
Í starfi sem húsgagnabólstrari gætirðu unnið á húsgagna- eða bólsturverkstæði, gjarnan í samstarfi við húsgagnasmiði og hönnuði.