Flotastjóri ber ábyrgð á og heldur utan um farartæki í eigu hópferðafyrirtækis. Í starfinu felst að sjá um skipulagningu á viðhaldi farartækjanna og sjá til þess að kostnaður við notkun þeirra standist fjárhagsáætlanir. Flotastjórar sjá oft einnig um að manna bílaflotann og fylgjast með hæfni og venjum bílstjóra með aðstoð GPS senda.
 
Að mestu er um skrifstofuvinnu að ræða fyrir utan reglulegar heimsóknir á verkstæði, bílskúra og bílasölur.

Helstu verkefni

• taka ákvörðun um kaup, leigu eða sölu farartækja
• sjá til þess að tilskilin leyfi séu til staðar og halda utan um ýmis nauðsynleg gögn
• skipulagning viðhalds og skoðana til að fyrirbyggja ótímabærar bilanir
• skrá í tölvu og greina tæknilegar upplýsingar um bílaflotann
• halda utan um bókhald þeirra sviða sem heyra undir flotastjóra

Hæfnikröfur

Flotastjóri þarf að geta lesið og greint niðurstöður út frá gagnasöfnun og upplýsingum um rekstur. Flotastjóri þarf einnig að búa yfir góðum samskiptahæfileikum og samningatækni.

Ferðamálastofa
Hæfnisetur ferðaþjónustunnar

Námið

Ekki er gerð formleg krafa um menntun en háskólanám í verkfræði, tölfræði, viðskiptafræði eða álíka greinum getur komið að gagni auk þekkingar á þeim farartækjum sem tengjast starfinu.

Ekki fyrir þig?

Skoðaðu aðra valmöguleika

Tengd störf

Ferðaþjónn

Flugumferðarstjóri

Landfræðingur

Starf í móttöku

Stöðuvörður

Náms- og starfsráðgjöf