STARF

Ferðaþjónn

Ferðaþjónar starfa á hótelum og gistiheimilum við fjölbreytt verkefni þar sem ólíkar þarfir gesta eru í fyrirrúmi. Meginviðfangsefnin tengjast gestamóttöku, upplýsingagjöf, einfaldri matargerð og framreiðslu. Unnið er undir stjórn hótelstjóra eða sambærilegs stjórnanda.

Helstu verkefni
  • Matvæli
    • aðstoð við pantanir, birgðaumsjón og innkaup
    • aðstoð við matseld, framsetningu og framreiðslu
    • undirbúningur og frágangur í matsal
    • vörumóttaka
  • Hússtjórn
    • frágangur, þrif og eftirlit með hreinlæti
    • umsjón með tækjum og búnaði
    • miðlun upplýsinga og móttaka nýliða
    • fyrirspurnir og úrlausn kvartana
  • Móttaka gesta
    • símsvörun, bókanir og upplýsingagjöf
    • inn- og útskráning gesta
    • sala á vöru og þjónustu
    • staðbundin leiðsögn
Hæfnikröfur

Ferðaþjónn þarf að geta fylgt verkferlum samhliða því að sýna sjálfstæði við að mæta breytilegum þörfum gesta og fyrirtækisins sem unnið er hjá.  Mikilvægt er að geta skipulagt vinnuna og forgangsraðað verkefnum auk þess að eiga gott með samskipti og búa yfir nokkurri kunnáttu í erlendum tungumálum.

Starfaprófílar FA 

Námið

Ekki er gerð formleg krafa um menntun en ýmis starfstengd námskeið kunna að vera í boði.

Ekki fyrir þig?

Skoðaðu aðra valmöguleika

Tengd störf

Flugumferðarstjóri

Landfræðingur

Starf í móttöku

Náms- og starfsráðgjöf