Flugumferðarstjórar vinna við þrenns konar flugumferðarstjórn; flugturnsþjónustu, aðflug og svæðisflugstjórn. Í flugturni er allri flugumferð í nágrenni flugvallar og á flugvellinum sjálfum, stjórnað. Aðflugsstjórn stjórnar flugumferð í blindflugi og flugvélum sem koma til lendingar. Svæðisflugsstjórn stýrir innanlands- og úthafssvæði.