Stöðuverðir hafa eftirlit með gjaldskyldum bílastæðum og leggja gjald á þau ökutæki sem ekki hafa greitt fyrir bílastæði. Einnig hafa stöðuverðir eftirlit með ökutækjum sem leggja ólöglega og sinna eftirliti með virkni gjaldmæla.

 
Í starfi sem stöðuvörður ertu í miklum samskiptum við almenning, aðra bæjarstarfsmenn og samstarfsfólk. Stöðuvörður fylgir eftir fyrirmælum frá yfirmönnum á skrifstofu.

Helstu verkefni
  • eftirlit með bílastæðum og svæðum
  • leggja á ökutæki aukastöðugjald og/eða gjald fyrir stöðubrot með þar til gerðum búnaði
  • taka við ábendingum í sambandi við bílastæði og merkingar
Hæfnikröfur

Stöðuvörður þarf að hafa til að bera góða þekkingu og skilning á umferðarlögum, góða íslensku- og enskukunnáttu og grunnþekkingu á tölvur. Stöðuverðir þurfa að búa yfir mikilli þjónustulund, þolinmæði og samskiptahæfni auk þess að vera í góðu líkamlegu ástandi. Þurfa að geta unnið hvort tveggja sjálfstætt og í hópi.

Námið

Starfið krefst ekki sérstakrar menntunar en ýmis námskeið og starfsþjálfun er í boði.

Ekki fyrir þig?

Skoðaðu aðra valmöguleika

Tengd störf

Afbrotafræðingur

Flugumferðarstjóri

Öryggisvörður

Sundlaugarvörður

Tollvörður

Náms- og starfsráðgjöf